Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426675025.49

    Hreyfing og ljós
    EÐLI2LA05
    42
    eðlisfræði
    aflfræði, ljós
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum fyrsta áfanga í eðlisfræði er farið yfir mælieiningar, hreyfingu, kraft, orku, þrýsting og ljósgeislafræði og áhersla lögð á að nemendur tileinki sér vísindaleg vinnubrögð.
    STÆR2HV05 á undan eða samhliða
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mælieiningum, stærðum og vigrum
    • stöðu, færslu, hraða og hröðun í einvídd
    • kraftalögmálum Newtons, þyngd, þver- og núningskrafti
    • vinnu, orku, afli og orkuvarðveislu
    • atlagi, skriðþunga og árekstrum
    • þrýstingi og lögmáli Arkimedesar
    • ljósbroti, Snells lögmáli, alspeglun og linsum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota markverða tölustafi og mælieiningar
    • túlka og búa til gröf sem lýsa hreyfingu
    • notast við réttar formúlur út frá gefnum stærðum dæma
    • framkvæma verklegar æfingar og túlka niðurstöður þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • gera sér grein fyrir mikilvægi nákvæmra vinnubragða
    • tengja námsefnið við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi þess
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.