Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426675302.56

  Listgrafík
  MYNL2GR04
  14
  myndlist
  djúpþrykk, einþrykk, grafík, hæðarþrykk
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  AV
  Í áfanganum er fjallað um listgrafík. Hvað er grafík og hver er sérstaða hennar innan myndlistar. Nemendur vinna teikningu fyrir grafík, læra að flytja teikningu yfir á þrykkplötu og skoða hvernig mismunandi þrykk aðferðir kalla á mismunandi vinnubrögð. Grafík sem fræðigrein er kynnt og innsýn gefin í nokkrar grafíkaðferðir s.s. einþrykk, hæðarþrykk og djúpþrykk. Unnin er skissuvinna, þrykkt svo það uppfylli kröfur um að teljast upplag, og kennt hvernig ganga á frá grafíkmyndum og merkja þær. Nemendur fá þjálfun í umgengni við grafíkpressu og einnig í að þrykkja án grafíkpressu.
  MYNL2MA05, MYNL2HU05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi grafíkaðferðum og vinnubrögðum tengdum þeim
  • muninum á einþrykki, djúpþrykki og hæðarþrykki
  • þróun grafískra aðferða og áhrifum þeirra á samtíma miðla s.s. grafíska hönnun og prentun
  • völdum grafíklistamönnum
  • mismunandi aðferðum við að þrykkja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna skissuvinnu sem hentar hverri grafíkaðferð
  • yfirfæra myndir frá skissu yfir á grafíkplötu
  • þrykkja upplag samkvæmt stöðluðum viðmiðum
  • þrykkja myndir í grafíkpressu og með handþrykki
  • ganga frá grafíkmyndum og merkja þær
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna myndir með grafískum aðferðum
  • vinna með efni og áhöld sem henta hverri þrykkaðferð
  • fjalla um grafíklist af þekkingu og skilningi
  • taka virkan þátt í umræðu um grafíklist
  • ígrunda verk sín og vinnuferli og ræða við aðra
  • þekkja þau áhrif sem listgrafík hefur haft á seinni tíma miðla
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.