Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426675693.56

    Íslensk myndlistarsaga
    LISA3ÍS05(AV)
    3
    ListaSaga
    íslensk myndlistarsaga frá landnámi til 20. aldar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum er farið yfir helstu stílbrigði sjónlista á Íslandi frá landnámi og fram á 20. öld í samhengi við þróun evrópskrar listasögu og tengsl listarinnar við þjóðfélagslegar forsendur á hverjum tíma. Farið er í gegnum helstu stíleinkenni og stefnur í tengslum við tíðaranda hvers tímabils og tæknilegar, félagslegar og landfræðilegar forsendur íslenskrar listsköpunar fyrr og nú rannsakaðar. Áhersla er lögð á að nemandinn nýti sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og framsetningu verkefna.
    LISA2RA05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stíleinkennum í íslenskri myndlistarsögu
    • verkum og hugmyndum helstu listamanna í íslenskri myndlistarsögu
    • gildi þekkingar á íslenskri listasögu í alþjóðlegu samhengi
    • hvernig samfélagsgerð, landfræðileg staða, veðurfar og tíðarandi hefur áhrif á hugmyndir, viðfangsefni og vinnuaðferðir myndlistarmanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna á  skapandi hátt í einstaklings- og hópverkefnum áfangans og sýna frumkvæði
    • taka þátt í samvinnu, upplýsingaöflun og samræðum í kennslustundum með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
    • beita innsæi, tilfinningu og sjálfstæðum vinnubrögðum við útfærslu verkefna
    • beita faglegum hugtökum til að tjá sig um þekkingu sína á stíleinkennum,  stílbrögðum og túlkunarleiðum í íslenskri listasögu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um strauma og stefnur í  íslenskri myndlistarsögu og miðla þekkingu sinni á skýran og gagnrýninn hátt
    • gera þekkingu sinni skil með margvíslegum hætti, skriflega, munnlega og með nýmiðlun
    • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verkefni sín og annarra
    • ígrunda og rökstyðja mál sitt
    • beita faglegum hugtökum til að tjá sig um þekkingu sína á stíleinkennum,  stílbrögðum og túlkunarleiðum í íslenskri listasögu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.