Í þessum áfanga er hreyfifræðin útvíkkuð í tvær víddir. Farið er yfir gaslögmálið og varmafræði, hringhreyfingu, þyngdarlögmálið, sveiflur og bylgjur.
EÐLI2LA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hitastigi, mælieiningum þess og gaslögmálinu
orkuforminu varma, varmaskiptum og fasabreytingum
hreyfingu í tvívídd með vigurföllum
hringhreyfingu og miðsóknarkrafti
lögmálum Keplers og þyngdarlögmáli Newtons
einföldum sveifluhreyfingum
samliðun og endurvarpi bylgna, staðbylgjum, hljóðbylgjum, dopplerhrifum og bylgjum í fleti
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota lögmál og hugtök á réttan hátt við úrlausn verkefna
framkvæma verklegar æfingar og túlka niðurstöður þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
gera sér grein fyrir mikilvægi nákvæmra vinnubragða
tengja námsefnið við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi þess
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.