Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426680147.72

  Lofttegundir og orka, jafnvægi og hraðafræði efnahvarfa
  EFNA3EG05
  39
  efnafræði
  gaslögmálið, hraði og orka, jafnvægi, orka í efnahvörfum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar þar sem sem byggt er ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru eftirfarandi: yfirlit yfir helstu efnahvörf, hraði efnahvarfa og hraðalögmálið, efnafræði lofttegunda, orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf, og jafnvægishugtakið í tengslum við efnahvörf. Áhersla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindum efnisþáttum er fléttað saman. Einnig þurfa nemendur að gera verklegar æfingar sem tengjast efninu.
  EFNA2LO05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gaslögmálinu
  • grunnatriðum efnafræði lofttegunda
  • innri orku og hvarfvarma
  • lögmáli Hess
  • grunnhugmyndum um orku og lögmálinu um varðveislu orkunnar
  • jafnvægishugtakinu
  • hraða efnahvarfa
  • helstu efnahvörfum (sýru-basa, oxun-afoxun og fellingu)
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilgreina ofangreind hugtök og greina milli ólíkra efnafræðihugtaka
  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
  • nota gaslögmálið
  • nota lögmál Hess
  • skrifa raungreinaskýrslu
  • skrifa jafnvægislíkingu efnahvarfs og nota hana
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
  • tjá sig í ræðu og riti um raungreinar
  • átta sig á hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði
  • gera sér grein fyrir mikilvægi nákvæmra vinnubragða í efnafræði
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.