Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum hreyfigrafíkur/lagkvikunar til framsetningar á kynningarefni, sem hluta af sviðsmynd og til persónulegrar sköpunar. Áfanginn byggir á þeim grunni sem nemendur hafa aflað sér í teikningu, lita- og formfræði, ljósmyndun, grafískri hönnun og kvikmyndun. Nemendur læra að vinna á tímalínu (lagkvikun), stjórna hreyfingum, lífga einfalda hluti og form, vinna með texta og myndir á hreyfingu og setja saman ljósmyndir og lifandi upptökur. Áhersla er á að nemendur tengi vinnuna við sitt áhugasvið og öðlist færni í að nýta sér hreyfigrafík í sviðsmynd og til kynningar á eigin verkum og viðburðum á skapandi og áhugaverðan hátt.