Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Viðfangsefni
saga leiklistar
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla
Lýsing
Í áfanganum eru undirstöðuatriði leiklistarsögunnar kennd meðal annars með því að leikin eru atriði frá tilteknum tímabilum leiklistarsögunnar og rannsóknir og skýrslur gerðar um hvert þessara tímabila. Sögulegar rannsóknaraðferðir leikhúss eru nýttar í tengslum við uppsetningu leikverka. Nemendur læra hvernig tenging sögunnar við nútímann getur verið grundvöllur að skipulagningu leikverka.
Forkröfur
LEIK1GR05, LEIK2LB05, LIST1FG05, LIME1LI05, LIME1ML05, LIME2ME05 (LEI1A05, LEI2A05, LIS1A05, LIM1A05, LIM2A05, LIM2B05)
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu tímabilum leiklistarsögunnar.
samhengi mannkynssögu, leiklistarsögu og menningarsögu.
helstu þáttum íslenskrar leiklistarsögu.
verklegum útfærslum á styttri atriðum í tengslum við leiklistarsögu.
kynningartækni.
rannsóknaraðferðum í tengslum við uppsetningar.
leikgerðum í sögulegu samhengi.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um stefnur og strauma í leiklistarsögunni.
sviðsetja kynningu á tilteknu tímabili í leiklistarsögunni.
nota strauma og stefnur ákveðins tímabils leiklistarsögunnar til kynningar.
kynna niðurstöður og flytja fyrirlestur um stefnur og strauma í leiklistarsögunni.
nýta leiklistarsöguna við hugmyndavinnu.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta leiklistarsöguna til sviðsetningar leikverka og leikgerða. Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat.
staðsetja verk í sögulegum tíma og samhengi. Námsmat: frammistöðumat.
sviðsetja verk í sögulegum tíma og samhengi. Námsmat: frammistöðumat.
Námsmat
Verkefnamat og frammistöðumat.