Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426757292.11

  Straumar og stefnur
  LEIK2ST05
  10
  leiklist
  Straumar og stefnur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum eru helstu kenningar, straumar og stefnur í leikhúsi og leiklistarsögu skoðaðar. Nemendur eru þjálfaðir í skapandi skrifum og leikritun. Þeir þurfa að standa skil á frumsömdu atriði eða eintali til flutnings. Nemendur eru þjálfaðir í greiningu leikverka, skapandi skrifum og útfærslu leikgerða þar sem tillit er tekið mismunandi túlkunarleiða og mismunandi miðla. Nemendur hljóta frekari þjálfun í sviðsbardagalist. Vettvangsferðir í menningartengdar stofnanir.
  LEIK2GR05, LEIK2LB05, LIST1FG05, LIME1LI05, LIME1ML05, LIME2ME05 (LEI1A05, LEI2A05, LIS1A05, LIM1A05, LIM2A05, LIM2B05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • straumum og stefnum í leikhúsi og leikhússögu.
  • mismunandi stíl leikritunar.
  • mætti skapandi skrifa.
  • miðmunandi miðlum leikverks.
  • greiningu texta.
  • sviðsbardagalist.
  • hlutverki listræns stjórnanda.
  • notkun hljóðs og ljóss í leikhúsi.
  • nýmiðlunar í leikhúsi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leika fyrir framan áhorfendur.
  • skrifa texta fyrir leikhús.
  • greina bókmenntatexta
  • nota mismunandi stíla við leiktúlkun.
  • miðla á fjölbreytilegan leikverki á fjölbreytilegan hátt.
  • nýta aðferðir sviðsbardagalistar í senuvinnu.
  • stjórna listrænu atriði.
  • nota hljóð og ljós í leikhúsi.
  • nota tölvutækni og nýmiðlun í leikhúsi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina texta. Námsmat: verkefnamat.
  • leika texta. Námsmat: verkefnamat og frammistöðumat.
  • skrifa texta til leikræns flutnings. Námsmat: verkefnamat og jafningjamat.
  • beita mismunandi leikstílum og aðferðum við sviðsetningu. Námsmat: verkefnamat, frammmistöðumat.
  • útfæra líkamleg átök á Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat.
  • vinna hljóðmynd við leikrænt atrið Námsmat: verkefnamat.
  • lýsa atriði. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
  • nýta tölvutækni við sviðsetningu. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
  Verkefnamat, frammistöðumat, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).