Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426759260.93

  Leiklist og kvikmyndir
  LEIK3KV05
  4
  leiklist
  Kvikmyndir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn gefur nemendum innsýn og þjálfun í leik fyrir kvikmyndir með æfingum, upptökum og skoðun á mismunandi tegundum leikstíls í kvikmyndum. Unnið er með sagnahefð og frásagnarlist. Samvinna er höfð við nemendur í kvikmyndagerð að gerð myndskeiða út frá eigin efni og eftir handritum kvikmyndagerðarnema. Nemendur þjálfast í sviðsetningu með tilliti til kvikmyndamiðils, leikmyndar og búninga.
  LEIK1GR05,LEIK2LB05, LEIK2ST05, KVMG2FK05, LIST1FG05, GRHÖ1GH05 (LEI1A05, LEI2A05, LEI2B05,KVI2A05, LIS1A05, GRA2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • leik fyrir mismunandi miðla.
  • því hvernig hugmynd er færð í handrit sem hentar miðli.
  • mikilvægi rýmisvitundar við kvikmyndaleik.
  • gildi jákvæðrar samvinnu.
  • heildarútliti og skipulagi við sviðsetningu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leika fyrir mismunandi miðla.
  • færa hugmynd handrit fyrir ákveðinn miðil.
  • sviðsetja verk með tilliti til rýmis og útlits.
  • vinna með öðrum.
  • skipuleggja vinnuferli í kringum sviðsetningu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leika fyrir framan kvikmyndavél. Námsmat: sjálfsmat, frammistöðumat og verkefnamat.
  • skrifa handrit að einleik fyrir kvikmynd. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat.
  • skipuleggja verkferli við kvikmyndatöku og sviðsetningu í kvikmyndum Námsmat: verkefnamat, jafningjamat og frammistöðumat.
  • vinna í hópi að skipulagningu á upptökum á stuttum senum Námsmat: leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat.
  Verkefnavinna, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).