Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426759562.34

  Veður- og haffræði
  JARÐ2VH05
  35
  jarðfræði
  veður og haffræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga verður fjallað um eðli og eiginleika lofthjúps jarðar, gróðurbelti jarðar, hafið og jökla. Leitast verður við að skoða hvaða áhrif tilvera mannsins hefur á ofangreinda þætti.
  JARÐ2IJ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • efnasamsetningu, lagskiptingu og eðliseiginleikum lofthjúps jarðar
  • mismunandi skýjagerðum og flokkun þeirra
  • vindakerfi jarðar
  • árstíðum, orsökum og samhengi við veðurfar
  • loftslagsbeltum jarðar
  • tengslum veðurfars og gróðurbelta og tengslum veðurfars og landslags
  • ýmsum veðurfarslegum fyrirbærum
  • hafstraumum og blöndun sjávar með láréttum og lóðréttum hafstraumum
  • myndun hafíss
  • hringrásum efna í lofthjúpi og hafi
  • loftmengun og breytingum á loftslagi
  • loftslagsbreytingum af mannavöldum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina ský og nýta skýjamyndanir til að segja til um veður
  • greina veðurkort
  • fjalla um veðurlag út frá stöðu veðrakerfa á nánd við Ísland
  • fjalla um ástand sjávar og mikilvægi þess fyrir lífríkið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á veðurfræðilegar upplýsingar sem nýtast í daglegu lífi ...sem er metið með... verkefnavinnu og vettvangsferðum
  • meta mögulegar veðurfarslegar ógnir ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • leggja mat á upplýsingar um veðurfyrirbæri ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • sjá samhengi og áhrif lifnaðarhátta á loftslag ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • meta þau áhrif sem hafið hefur á daglegt líf okkar, t.d. hvað varðar veðurfar, sjávarföll og strauma ...sem er metið með... verkefnavinnu
  • leggja rökstutt mat á umfjöllun um loftslagsbreytingar á jörðinni og þær leiðir sem eru vænlegar til að sporna við þeim ...sem er metið með... verkefnavinnu
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Lögð eru fyrir hluta- eða lokapróf.