Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426763338.55

  Menning, saga og hefðir
  DANS3FB05
  14
  danska
  bókmenntir, fjölmiðlar, þemavinna
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist dýpri og sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum tungumálsins. Þeir eiga að geta tjáð sig lipurlega bæði munnlega og skriflega. Nemendur fá þjálfun í að vinna sjálfstætt að verkefnum og eiga þeir að geta lagt mat á eigin vinnu. Nemendum er áfram veitt innsýn í danska menningu, sögu og siði.
  DANS2SS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta danska menningu
  • orðaforða til undirbúnings náms á háskólastigi
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja eðlilegt talað mál og algengustu orðasambönd sem einkenna það
  • lesa fjölbreytta texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga
  • tjá sig munnlega um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • rita margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu reglum um málbeitingu
  • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja daglegt mál svo sem samræður og fjölmiðlaefni, inntak og annað tiltölulega flókið efni sem hann hefur kynnt sér
  • tileinka sér innihald ritaðs texta og nýta það á mismunandi hátt
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.