Í áfanganum er hið félagsfræðilega sjónarhorn í öndvegi og áhersla á grunnstoðir samfélagins og hvernig samfélagið stjórnar hegðun einstaklinganna. Áhersla er á gagnrýna hugsun, víðsýni og umburðarlyndi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu félagsfræðinnar og helstu brautryðjendum hennar
grundvallarkenningum félagsfræðinnar
uppruna mannsins, menningu og samfélagsgerðum
félagsmótun í víðu samhengi
fjölskyldunni í samfélaginu og mismunandi gerðum hennar
íslenska stjórnkerfinu og grunnstoðum lýðræðisins
þeim félagslegu stofnunum sem hafa áhrif á líf hans og þeim áhrifum sem hann getur haft á þessar stofnanir
réttindum og skyldum sínum gagnvart samfélaginu
áhrifum kynferðis á stöðu og félagsmótun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýnni hugsun og færa rök fyrir máli sínu
beita hugtökum félagsfræðinnar í ræðu og riti
skilja stöðu sína innan samfélagsins
lesa í og skilja umfjöllun um helstu stofnanir samfélagsins
nota fjölbreyttar námsaðferðir og afla gagna á margvíslegan hátt
lesa úr og túlka talnagögn um samfélagsleg málefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja margvísleg fyrirbæri daglegs lífs í samhengi við félagsfræðina
fjalla um skoðanir og gildi annara af virðingu og víðsýni
setja fram eigin skoðun og taka þátt í umræðum
gera sér grein fyrir samspili þekkingar, umburðarlyndis og fordóma
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.