Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426766200.94

    Leiklistarfræði- rýni og framkvæmd
    LEIK3RF05
    5
    leiklist
    Rýni og framkvæmd
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn eflir nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og styrkir heildarsýn á lokaverkefni þeirra á persónulegum grundvelli og í hópverkefni. Nemendur skipuleggja verkefnisstjórn sem tekur til allra þátta við uppsetningu einstaklingsverkefnis sem nemendur semja sjálir og hópverkefnis. Nemendur skrifa eða finna texta til að vinna út frá, sviðsetja hann með tilliti til listrænna þátta, skipuleggja kynningar á viðburði í fjölmiðlum og gera fjárhagsáætlun. Samhliða áfanganum vinna nemendur að lokaverkefni þar sem hugmyndir eru færðar í framkvæmd.
    KVIS2LI05, HLJS2HM05, LEIK2LB05, LEIK2ST05, LEIK3KV05, LEIK3UL05, HRGL2AH05, VSTÆ3LS05 (SGK2A05, HLL2A05, LEI2A05, LEI2B05, LEI3A05, LEI3B05, HGL2A05, VEL3A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi markmiðsettrar verkefnastjórnunar við skipulagningu á listviðburði.
    • gildi skýrrar sýnar á umgjörð listviðburðar.
    • fjölbreyttum skapandi þáttum við skipulagningu listviðburðar.
    • gildi góðrar samvinnu við skipulagningu listviðburðar.
    • eigin styrkleika og skapandi hugsun.
    • aðferðum til að vinna með veikleika.
    • sjálfstæðum vinnubrögðum.
    • ávinningi jákvæðrar hugsunar og uppbyggilegrar samvinnu.
    • aðferðum til kynningar á listviðburði.
    • gildi góðs fjárhagsramma.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota aðferðir við verkefnisstjórnun.
    • skipuleggja listviðburð.
    • vinna í hópi og njóta samstarfs við aðra.
    • vinna sjálfstætt.
    • tala máli sínu og kynna eigin hugverk.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt og í hópi að listviðburði. Námsmat: leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat.
    • fylgja áætlun og markmiðum við skipulagningu listviðburðar. Námsmat: frammistöðumat.
    • sýna sjálfstyrk og skapandi hugsun í verki. Námsmat: leiðsagnarmat.
    • þekkja eigin styrk og veikleika. Námsmat: leiðsagnarmat. við uppfærslu.
    • vinna af áræði og sjálfstyrk í hópvinnu. Námsmat: leiðsagnarmat og jafningjamat.
    • kynna listviðburð opinberlega. Námsmat: frammistöðumat.
    • útbúa fjárhagsáætlun fyrir listviðburð Námsmat: frammistöðumat.
    Verkefnavinna, leiðsagnarmat, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).