Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Titill
Verkstæði 2 - lokaverkefni
Viðfangsefni
Lokaverkefni
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla
Lýsing
Í áfanganum vinna nemendur í hópvinnu að lokaverkefni. Nemendur velja sjálfir viðfangsefni í samstarfi við kennara og útfæra hanna frá hugmynd til sýningar. Þeir skipuleggja sjálfir verkferla og listrænar útfærslur sýningar, semja fjárhagsramma, útbúa kynningarefni og sviðsetja verk. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur efli með sér listrænan metnað. Í lok áfangans sýna nemendur áhorfendum afrakstur vinnu sinnar. Samhliða áfanganum sitja nemendur verkstæðisáfanga A þar sem unnið er að hugmyndum og skipulagningu lokaverkefnis.
Forkröfur
KVIS2LI05, HLJS2HM05, LEIK2LB05, LEIK2ST05, LEIK3KV05, LEIK3UL05, HRGL2AH05, VSTÆ3LS05, (SGK2A05, HLL2A05, LEI2A05, LEI2B05, LEI3A05, LEI3B05, HGL2A05, VEL3A05)
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi markvissrar verkefnisstjórnar.
verkferli við sviðsetningu.
gildi sjálfstæðra vinnubragða .
gildi góðrar samvinnu.
gildi skapandi hugsunar.
gildi nýsköpunar.
tjáningarlegum möguleikum og markvissri miðlun í sviðsleik.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota aðferðir við verkefnisstjórnun.
skipuleggja listviðburð.
vinna sjálfstætt og í hópi að uppfærslu leikverks.
færa skapandi hugsun í framkvæmd við uppfærslu leikverks.
leika á sviði.
nýta eigin hugmyndir og annarra í leiksýningu.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstætt og í hópi að listviðburði. Námsmat: leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat.
fylgja áætlun og markmiðum við skipulagningu listviðburðar. Námsmat: frammistöðumat.
sýna sjálfsstyrk og skapandi hugsun í verki. Námsmat: leiðsagnarmati
leika á sviði fyrir áhorfendur. Námsmat: frammistöðumat.
vinna af áræði og sjálfsstyrk í hópvinnu. Námsmat: leiðsagnarmat og jafningjamat.
kynna listviðburð opinberlega. Námsmat: frammistöðumat.
gera fjárhagsáætlun fyrir listviðburð. Námsmat: frammistöðumat.
Námsmat
Verkefnavinna, frammistöðumat, leiðsagnarmat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).