Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426773398.75

    Stærðfræði - Dýpkun og æfing
    STÆR3AF05(SB)
    54
    stærðfræði
    algebra, föll, gröf
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Í áfanganum er unnið með föll, eiginleika þeirra, andhverfu þeirra og hvort þau eru eintæk, átæk eða gagntæk. Hornaföll eru tekin sérstaklega og unnið dýpra með þau en áður. Unnið með umritun hornafallareglna og sannanir þeirra helstu. Unnið með flókin algebrubrot og jöfnur
    STÆR3DF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • föllum
    • diffrun
    • algebrubrotum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með föll
    • diffra föll og nota diffrun í hagnýtum tilgangi
    • einfalda flóknar algebrustæður
    • leysa flóknar jöfnur þar sem kunnátta í algebru er nauðsynleg
    • umrita helstu hornafallareglur og rökstutt þær
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • orða kunnáttu sýna og útskýra niðurstöður útreikninga sinna í samræðum um efnið við kennara og bekkjarfélaga
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
    • greina frá hvar og hvernig námsþættir eru nýttir í raunverulegum aðstæðum
    Byggist á fjölbreyttu námsmati, m.a. heimaverkefnum, hópverkefnum, smærri verkefnum, prófum og virkni í tímum