Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1426847526.17

  Almenn líkams- og heilsurækt - Grunnþættir íþrótta
  ÍÞRÓ1AÍ01(SB)
  60
  íþróttir
  Almennar íþróttir
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  SB
  Áfanginn er verklegur. Nemendur fá alhliða hreyfireynslu með fjölbreytni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á fjölbreytta upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, auk alhliða þolþjálfunar og leikja. Nemendur taka líkamsástandspróf og læra að meta eigið líkamsástand. Nemendur fá að reyna sig við helstu íþróttagreinar sem stundaðar eru á Íslandi. Byggt er á þeim grunni sem skapast hefur í grunnskólanum. Samhliða verklegri útfærslu fræðast nemendur um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. Nemendur eru hvattir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi hreyfingar til eflingar heilsu
  • þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun
  • mikilvægi upphitunar, réttri líkamsbeitingu og slökun
  • þjálfunarpúls
  • líkamsástandsprófum
  • undirstöðuatriðum helstu íþróttagreina sem stundaðar eru á Íslandi
  • mismunandi aðferðum til heilsuræktar
  • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag
  • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
  • gildi samvinnu, umburðarlyndis og virðingar í leik, keppni og starfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma æfingar sem auka þol, styrk og liðleika
  • beita almennri og sérhæfðri upphitun íþróttagreina
  • nota rétta líkamsbeitingu við æfingar
  • fylgjast með þjálfunarpúls og ákefð við æfingar
  • framkvæma slökunaræfingar
  • taka tillit annarra og hvetja þá
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér upplýsingartækni við alhliða líkams- og heilsurækt
  • nýta sér stöðluð þrekpróf til að byggja upp eigið þrek og hreysti
  • stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar, t.d. að nýta sér náttúruna og umhverfið
  • sýna sjálfstæði, öryggi og velja sér hreyfingu við hæfi
  • sýna öðrum virðingu við leik, keppni, nám og störf
  • vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
  • takast á við fjölbreytt verkefni sem reyna á líkamlegt, andlegt og félagslegt atgervi
  • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í leikjum, íþróttum, heilsurækt, dansi eða útiveru
  Getur farið fram með margvíslegum hætti meðal annars með þolprófum, styrktarprófum, liðleikaprófum og boltaprófum. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar