Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426848691.39

    Boltaleikir
    ÍÞRÓ1BO01(SB)
    63
    íþróttir
    Boltaleikir
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    SB
    Áfanginn er verklegur. Farið er í ýmsa boltaleiki eins og t.d. brennó, kýló, fótbolta, handbolta, blak, körfubolta og fleira sem eflir þol og þrek nemenda. Nemendur eru hvattir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu leikreglum í margvísulegum boltaleikjum og boltaíþróttagreinum
    • mikilvægi hreyfingar
    • líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
    • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
    • gildi samvinnu,umburðarlyndis og virðingar í leik, keppni og starfi
    • forvarnargildi líkamsræktar
    • mikilvægi upphitunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • iðka hina ýmsu boltaleiki
    • beita grunntækni boltaíþrótta
    • leika sér og hreyfa sig sér til heilsubótar og ánægju
    • vinna með öðrum að lausnum verkefna
    • taka tillit til annarra og hvetja þá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
    • sýna öðrum virðingu við leik, keppni, nám og störf
    • vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
    • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í greininni
    • gera hreyfingu að lífsstíl
    Getur farið fram með margvíslegum hætti, m.a. með verklegum færniprófum og hægt er að meta mætingu og virkni