Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Búið til:
Fri, 20 Mar 2015 11:25:23 GMT
ÍÞRÓ1VE01(SB)
Vetraríþróttir, bretti, skautar, skíði
SB
Áfanginn er verklegur. Farið er í tvær ferðir, eina skíðaferð og eina skautaferð. Farið er að hluta til utan skólatíma
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi hreyfingar
- skíða/bretta og skautaíþróttinni
- líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
- leiðum til að nýta útiveru til líkamsræktar
- gildi samvinnu, umburðarlyndis og virðingar
- forvarnargildi líkamsræktar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- renna sér á skíðum
- renna sér á skautum
- hreyfa sig sér til heilsubótar og ánægju
- taka tillit til annarra og hvetja þá
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stunda hreyfingu utandyra og nýta sér náttúruna
- vinna að bættri heilsu
- styrkja jákvæða sjálfsmynd með hreyfingu
- gera hreyfingu að lífsstíl
Getur farið fram með margvíslegum hætti, m.a. með verklegum færniprófum og hægt er að meta mætingu og virkni