Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427106761.48

    Almenn málnotkun og læsi
    ÍSLE1AL05
    69
    íslenska
    Almenn málnotkun og læsi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Grunnáfangi í íslensku. Lesin er ein af styttri Íslendingasögum, efni hennar og málfar krufið til mergjar og sagan sett í samtímalegt og nútímalegt samhengi. Ein nútímaskáldsaga er hraðlesin og nemendur gera grein fyrir efni hennar skriflega. Farið er yfir grunnatriði beygingarkerfisins og framsetningu texta og helstu stafsetningar- og greinarmerkjareglur rifjaðar upp. Skoðuð eru hugtök eins og orðaforði, málsnið og stíll. Textar tímarita/dagblaða/netmiðla verða lagðir til grundvallar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi lestrar og mismunandi lestraraðferðum
    • mikilvægi þekkingar á formgerð íslensks máls og muni talmáls og ritmáls
    • hugtökum sem nýtast við lestur bókmenntatexta
    • uppbyggingu og framsetningu texta á mæltu og rituðu máli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns texta bóka og tímarita/dagblaða/netmiðla og gera grein fyrir inntaki þeirra á skipulegan hátt
    • nýta málfræðilegar upplýsingar til þess að efla eigin málfærni
    • fylgja reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu og að nýta sér handbækur til þess
    • færa hugmyndir sínar í orð og nota fjölbreyttan orðaforða við framsetningu texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styrkja eigin málfærni
    • tjá sig af nokkru öryggi á góðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • auka og bæta við orðaforða og málskilning
    • gera greinarmun á vönduðu og óvönduðu máli
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá