Kunnátta nemenda á bókhaldi er dýpkuð með flóknari færslum og kynningu á nýjum reikningum. Byrjað verður að fara í tolla og síðan í launabókhald. Sérstök áhersla er lögð á meðhöndlun verðtryggðra skuldabréfa, erlendra lána, hlutabréfa og hlutafjár í bókhaldi. Innflutningur vöru í gegnum töllvörugeymslu og óbeinar afskriftir á varanlegum eignum er tekinn fyrir. Kennt verður á tölvubókhald í síðasta hluta námskeiðsins.
BÓKF1IN05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu reikningum og aðferðum sem notaðar eru við færslu bókhalds
grunnþáttum í launabókhaldi
grunnþáttum í meðferð hlutabréfa og skuldabréfa í bókhaldi
grunnþáttum bókunaraðferða vegna erlendra viðskipta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
færa handvirkt og í tölvubókhaldi daglegan fyrir rekstur minni fyrirtækja
lagfæra bókhaldið með hliðsjón af athugasemdum
gera upp fyrirtæki hvort sem um ársuppgjör eða slit á fyrirtæki er að ræða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina frá almennum reikningum sem notaðir eru í dagbók
geta fært dagbókarfærslur fyrir minni fyrirtæki með fyrirliggjandi upplýsingum
geta lagfært bókhaldið með fyrirliggjandi upplýsingum
geta gert upp efnahags- og rekstrarreikning með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá