Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427190508.81

    Almenn akademísk enska, bókmenntir og ritun
    ENSK3AE05
    71
    enska
    Almenn akademísk enska, bókmenntir, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum lesa nemendur ýmiss konar fræðitexta og vinna með þá í mæltu og rituðu máli. Einnig lesa þeir margs konar bókmenntir og læra um ýmsar stefnur og menningarheima. Áframhaldandi áhersla á ritun, ritunaraðferðir, röksemdafærslu og uppsetningu akademískra ritgerða og vinnu heimildarskár. Auknar kröfur eru gerðar um sjálfstæði nemenda.
    10 einingar á hæfniþrepi 3
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
    • merkingu texta sem hefur samfélagslegar og fræðilegar skírskotanir
    • helstu aðferðum við að skipuleggja og skrifa fræðilegan texta á ensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa flókna texta sem gera miklar kröfur til lesenda; hvort sem sá lestur er til yndisauka eða upplýsingasöfnunar
    • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan máta
    • greina og þekkja almenna fræðitexta og vita hvernig nota má þá sér til gagns í verkefnavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem nemandi þekkir eða getur aflað sér þekkingar á
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og/eða pólitískt samhengi í textum
    • geta lesið í merkingu og lagt gagnrýnið mat á einfaldari fræðitexta
    • vinna/flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu, ritgerð eða greinargerð og draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.