Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Fjallað er um grundvallarhugtök og fræðikerfi lögfræðinnar, sérstaklega um hugtakið réttarheimild og allar helstu tegundir réttarheimilda sem beitt er í íslenskum rétti. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífinu s.s. reglur sem sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga. Einnig er fjallað um reglur sem varða kröfur og skuldbindingar. Áfanginn miðar að því að gefa nemandanum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði og að hann þekki helstu meginreglur hennar. Fjallað er um siðfræði með áherslu á viðskiptasiðfræði og sifja- og erfðarétt.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallaratriðum í sambandi við löggjöf og aðrar réttarheimildir
meginatriðum í íslenskri stjórnskipan
meginreglum í íslensku réttarfari og helsta farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins
almennum reglum sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga
lögum um lausafjárkaup og fasteignakaup
helstu lögum og reglum er varða kröfur og skuldbindingar.
helstu lögum um skaðabætur og vátryggingar
hinum ýmsu rekstrarformum í atvinnurekstri hvað snertir ábyrgð eigenda
hagnýtri siðfræði og gildi siðfræðikenninga í viðskiptum og í daglegu lífi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota grunnþekkingu í lögfræði
leita sér upplýsinga um lausafjárkaup og fasteignakaup
leita sér uppýsinga um skaðabætur og vátryggingar
leita sér upplýsinga varðandi erfðarétt, hjúskaparlög og barnarétt
móta sér eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þekkja rétt sinn og skyldur í þjóðfélaginu
vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
beita grunnþekkingu í lögfræði við lausn mála sem tengjast samningum og öðrum löggerningum
setja fram eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni á skipulagðan og gagnrýninn hátt
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.