Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427207473.02

    Landafræði
    LAND2AU05
    3
    landafræði
    Maðurinn, auðlindirnar og umhverfið
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er maðurinn og umhverfi hans í brennidepli. Skoðað er hvernig athafnir mannsins hafa áhrif á umhverfið og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Nemendur kynnast líka mismunandi tegundum korta og kortavarpana og læra að staðsetja sig í tíma og rúmi. Áfanginn byggir að miklu leyti á verklegum æfingum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þáttum í sögu kortagerðar
    • mismunandi landnýtingu og hvaða orsakir liggja þar að baki
    • helstu gerðum skipulags s.s. aðal-, svæða- og deiliskipulagi
    • helstu kenningum um mannfjöldabreytingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa mismunandi kort og reikna út vegalengdir
    • staðsetja sig í bauganeti jarðar
    • meta mögulega landnýtingu út frá tópógrafískum kortum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfæra fræðin á umhverfi sitt
    • taka þátt í umræðum um vandamál sem tengjast þróun fólksfjölda
    • taka þátt í umræðum um auðlindir og umhverfismál
    Skýrslur og skilaverkefni úr verklegum æfingum. Hlutapróf og verkefni sem nemendur leysa í kennslustund og heima. Lokapróf.