Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427275280.94

  Dansleikhús
  ÍÞRÓ2DL02
  14
  íþróttir
  Dansleikhús
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Í áfanganum er lögð áhersla á líkamann sem tjáningartæki og að gera nemendur meðvitaða um líkama sinn og hreyfingar. Nemendur kanna margar ólíkar leiðir í dansi og hreyfingum til að tjá og túlka sögur, persónur, tilfinningar o.s.frv. Áfanga lýkur með dansleikhússýningu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • því hvaða túlkunarmöguleikum dansinn býr yfir.
  • því hvernig hægt er að nota líkamann sem tjáningartæki.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota líkamann til að tjá og túlka persónur, tilfinningar og sögur.
  • sækja innblástur úr daglegu lífi til að búa til lítil og stór dansverk.
  • hugsa á óhlutstæðan hátt um mismunandi leiðir til túlkunar með líkamanum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þjálfa samhæfingu og líkamlega færni.
  • auka þor og sköpunarkraft í dansforminu.
  • nota líkama sinn til að túlka og tjá viðfangsefni.
  • öðlast betri líkamsvitund og skilning á möguleikum líkama síns.
  • bæta eigin rýmisvitund.
  • auka líkamsfærni sína á skapandi hátt í spuna.
  • finna innblástur í daglegu lífi fyrir danshreyfingar og stutt dansverk.