Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427275618.43

  Líkamsrækt
  ÍÞRÓ2LÍ02
  18
  íþróttir
  líkamsrækt
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Áfanginn er að öllu leyti verklegur og markmið hans er almenn hreyfing. Í þessum áfanga fer hreyfingin fram í formi þrek- og þolþjálfunar með fjölbreyttum þjálfunaraðferðum. Lagt er upp með að nemandinn upplifi líkamlega og félagslega ánægju í gegnum þjálfunina.
  ÍÞRÓ1HR03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • starfsemi líkamans
  • áhrifum líkamsræktar á líkama og sál
  • ýmsum aðferðum við líkamsþjálfun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sér til heilsubótar og ánægju
  • beita félagsfærni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins
  • vinna með öðrum og vera hluti af hópi
  Verkefni, mæting og ástundun í tíma.