Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427276312.09

  Almenn kynning á sögu mannkyns
  SAGA2AK05
  55
  saga
  almenn kynning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er mannskynssagan kynnt frá landbúnaðarbyltingu til frönsku byltingarinnar. Farið er yfir áhrifaþætti í mótun nútímans og hvernig menning fornaldar, trúarbrögð, stjórnarfar og aðrir þættir hafa áhrif á nútímann. Leitast er við að tengja saman efni, atburði og áhrif þeirra til að nemendur geri sér grein fyrir áhrifum þess sem á undan er farið á það sem er í dag.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtakinu menningu og þeim menningarlega bakgrunni sem nútimasamfélag byggir á
  • helstu tímaskeiðum sögunnar, upphafi þeirra og endi og einkennum þeirra
  • vinnubrögðum sagnfræðinnar
  • mikilvægi þess að lesa og greina söguna með gagnrýninni hugsun
  • helstu hugtökum sem þarf að þekkja til að tjá sig um söguna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa texta og tileinka sér upplýsingar úr honum
  • tjá sig um söguna í riti á skipulegan hátt
  • afla sér upplýsinga og heimilda á skipulegan hátt
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta áhrif sögunnar á samfélagið sem við búum við í dag
  • nýta sér söguna til að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
  • tjá sig á skýran og skilmerkilegan hátt í ræðu og riti
  • geta nýtt sér ólíkar heimildir og metið gildi þeirra
  Lögð eru fyrir kaflapróf. Nemendur skrifa stutta heimildaritgerð um valið efni úr áfanganum og vinna einstaklings- og samvinnuverkefni. Lokapróf er í áfanganum.