Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427276727.2

    Saga 20. aldarinnar
    SAGA2TU05
    61
    saga
    tuttugasta öldin
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum eru teknir fyrir valdir þættir mannkynssögu 20. aldar með áherslu á átök og áhrif þeirra á nútímasamfélagið. Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun, heimildaleit, mat og notkun heimilda. Nemendur taka þátt og leggja sitt af mörkum í áfanganum með því að kafa dýpra í viðfangsefni sem fjallað er um. Skoðað er hvernig heimsmyndin breytist í gegnum átök og einnig hvernig Ísland breytist á 20. í ljósi heimsátaka.
    SAGA2AK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum Íslands og mannkynssögu 20. aldar
    • stöðu heimsmála frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag og áhrifum nýlendustefnu og átaka á heimsmyndina
    • þeim breytingum sem hafa orðið í heimsmálum á síðastliðinni öld
    • því sem hefur haft áhrif og mótað samfélagið sem við búum í
    • mikilvægi söguskýringa á stöðu mála í heiminum í dag
    • mismunandi tegundum heimilda
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa texta og tileinka sér upplýsingar úr honum
    • tjá sig um söguna í riti á skipulegan hátt
    • afla sér fjölbreyttra heimilda um viðfangsefnið
    • meta heimildir og gildi þeirra
    • nýta heimildir á viðurkenndan hátt
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tjáð sig á skýran og skilmerkilegan hátt í ræðu og riti
    • geta beitt gagnrýninni hugsun markvisst
    • móta sinn skilning á sögunni og áhrifum hennar á samfélagið sem við búum í
    • nýta sér söguna til að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
    • geta komið skoðunum sínum á framfæri á rökstuddan og markvissan máta
    Verkefnavinna, umræður, heimildavinna, hluta- og lokapróf.