Nemendur vinna rannsóknarverkefni þar sem þeir beita heimildavinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum við efnisöflun og vinnslu á verkefni yfir önnina. Nemendur kynna niðurstöður sínar opinberlega.
10 einingar í sögu á hæfniþrepi 2
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sviði viðfangsefnisins
vinnu við rannsóknar- og heimildaverkefni
kynningu verkefnavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna sjálfstætt að rannsóknum og verkefnavinnu
afla gagna og fara með heimildir
vinna sjálfstætt
kynna niðurstöður sínar og tjá sig á opinberum vettvangi
fylgja vinnuáætlun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu verkefna
vinna á skipulegan og agaðan hátt að rannsóknum
leggja mat á upplýsingar úr gögnum á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt
setja verkefni sitt í samhengi við nærumhverfi sitt
Námsmat byggir á símati og tíðri endurgjöf. Regluleg skil á vinnu nemenda og vinnudagbók metin. Opinber munnleg og skrifleg lokaskil.