Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427285050.7

    Erlend samskipti 1
    ERLE2ER05
    9
    erlend samskipti
    Líf og menning í nýju landi, tungumál, þematengd verkefni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er þverfaglegur og snýst um samskipti við skóla í einu eða fleiri samstarfslöndum. Gert er ráð fyrir að sækja um styrk til að fjármagna ferðir til þátttökulanda. Slík styrkumsókn er jafnan tengd ákveðnu þema hverju sinni sem verkefnastjórar koma sér saman um. Áhersla er lögð á að nemendur fái sem gleggsta mynd af lífi lands og þjóðar og séu jafnframt tilbúnir að kynna eigið land fyrir samstarfsaðilanum. Einnig er lögð áhersla á að nemendur afli sér þekkingar á aðalviðfangsefni áfangans hverju sinni og geti miðlað af reynslu sinni.
    Fjöldi þátttakenda takmarkast af aðstæðum hverju sinni. Tekið er mið af námshæfni og hæfni í erlendum tungumálum við val á nemendum í áfangann.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningu og lífi í framandi landi
    • landsháttum og helstu atvinnuháttum í framandi landi
    • aðalviðfangsefni áfangans hverju sinni
    • algengustu orðum í daglegum samskiptum í nýju tungumáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna land sitt og þjóð á samskiptamáli verkefnisins fyrir framan hóp af fólki
    • svara fyrirspurnum á samskiptamáli er lúta að undirbúnum kynningum
    • kynna staði og fyrirbæri sem tengjast sögu lands og þjóðar
    • meta og safna saman upplýsingum sem tengjast aðalviðfangsefni áfangans hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér upplýsinga um tiltekin málefni og geta miðlað þeim upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt fyrir hópi fólks
    • koma þekkingu sinni á framfæri með fjölbreyttum hætti á samskiptamálinu
    Í áfanganum verður viðhaft símat. Það byggir á verkefnum sem eru unnin í tengslum við þema hverju sinni, kynningum og framsögu bæði heima og erlendis og vilja og virkni til þátttöku í sameiginlegum verkefnum. Þá verður tekið tillit til þess hvernig verkefni eru fram sett. Einnig verður lagt mat á frumkvæði og aðferðir við lausn á viðfangsefnum.