Meginviðfangsefni áfangans eru áhrif fjölmiðla á einstaklinginn og það hvernig samfélagið mótar fjölmiðlana. Einnig er fjallað um helstu kenningar fjölmiðlafræðinnar, starfsaðferðir fjölmiðlafólks og sögu fjölmiðla. Þá eru gerðar æfingar í að skrifa stuttan og hnitmiðaðan texta.
FÉLA2FS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum og viðfangsefnum fjölmiðlafræðinnar
áhrifum fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga
sérstöðu helstu forma nútímafjölmiðlunar og hvað miðlarnir eiga sameiginlegt
aðalatriðum í sögu fjölmiðla
fréttaburði til fjölmiðla og vinnu blaða- og fréttamanna á efni til birtingar
uppbyggingu fjölmiðlafyrirtækja og starfi þeirra
lögum og reglum sem gilda um fjölmiðla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta fjölmiðla sem tæki til þekkingaröflunar
greina og fjalla um áhrif fjölmiðla á einstaklinginn og samfélagið
vinna úr gögnum og setja fram niðurstöður á skapandi hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um fjölmiðla á gagnrýninn og fræðilegan máta í ræðu og riti
útskýra og rökstyðja mál sitt á skýran hátt í ræðu og riti
deila þekkingu sinni með öðrum
vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fjölmiðla
Skrifleg verkefni, samvinnuverkefni, umræður, próf og virkni í tímum.