Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427361636.1

  Siðfræði
  HEIM3HS05
  12
  heimspeki
  Siðfræðikenningar, náttúra, siðferðisklípur, umhverfi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er kafað ofan í áhrifaríkustu siðfræðikenningar vestrænnar heimspeki og áhrif þeirra reifuð. Hagnýt siðfræði er kynnt til sögunnar með sérstaka áherslu á umhverfissiðfræði. Lagt er upp með að tengja umhverfissiðfræðina við alþjóðleg umhverfisvandamál, Vatnajökulsþjóðgarð og nærumhverfi nemenda.
  HEIM2IN05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu siðfræðikenningum vestrænnar heimspeki
  • hagnýtri siðfræði
  • umhverfissiðfræði
  • gildum siðfræðikenninga í daglegu lífi
  • lausn siðferðilegra álitamála
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita siðfræðikenningum
  • rökræða siðferðileg álitamál, átta sig á annmörkum eigin röksemdafærslu og finna skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum
  • hlusta á viðmælendur sína og bregðast við orðum þeirra
  • móta eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hátt
  • lesa frumtexta í siðfræði
  • skilja tengsl daglegrar hegðunar fólks og umhverfisvandamála heimsins
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka meðvitaðar og upplýstar ákvarðanir er varða siðferðileg álitamál
  • geta á gagnrýninn hátt greint góðar og slæmar röksemdarfærslur í ræðu og riti
  • sýna þroskaða siðferðisvitund í hegðun, ræðu og riti
  • taka meðvitaðar og upplýstar ákvarðanir í umhverfismálum
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og samvinnuverkefni. Munnlegt eða skriflegt lokapróf eða hvort tveggja.