Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427362360.26

  Verkefnaáfangi í bókmenntum
  ÍSLE3VB05
  113
  íslenska
  Verkefnaáfangi í bókmenntum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemandi kynnist grunnatriðum almennrar bókmenntafræði og velur sér eitt eða fleiri meginviðfangsefni til að vinna með, t.d. skáldsögur, íslenskar spennusögur, vísindaskáldsögur, kvennabókmenntir o.fl. Einnig er t.d. hægt að velja barnabókmenntir, þjóðsögur, ljóð, leikrit, yndislestur, tiltekinn höfund, bókmenntir frá tilteknu landi eða heimshluta.
  10 einingar í íslensku á hæfniþrepi 3
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðuatriðum almennrar bókmenntafræði
  • gildi bókmennta fyrir menningu og samfélag
  • hvernig fjallað er um bókmenntir á vandaðan hátt
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fjalla um bókmenntir af víðsýni
  • greina álitamál sem fjallað er um í bókmenntum
  • vinna sjálfstætt að tilteknu viðfangsefni
  • kynna niðurstöður sínar í ræðu sem riti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • móta álit sitt eftir rækilegra skoðun á viðfangsefni og geta rökstutt það af yfirvegun
  • koma skoðunum sínum á framfæri á vandaðan hátt
  • virða ólíkar skoðanir og hlusta á sjónarmið annarra í álitamálum
  Áhersla er á leiðsagnarmat við verkefnavinnu. Lokaverkefni er skilað bæði munnlega og skriflega.