Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427367300.78

  Inngangur að sálfræði
  SÁLF2IN05
  49
  sálfræði
  Sálfræði, inngangur, kenningar, saga
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er fræðigreinin sálfræði kynnt fyrir nemendum, upphaf hennar og þróun. Fjallað er um helstu kenningar og fræðimenn og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar eru í sálfræði. Grunnhugtök og sálfræðistefnur eru kynntar og grundvallarhugmyndir námssálfræðinnar. Einnig læra nemendur um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir.
  INGA1HF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þróun sálfræðinnar sem fræðigreinar
  • leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar mannsins
  • helstu stefnum og rannsóknaraðferðum sálfræðinnar
  • helstu þáttum sem hafa áhrif á nám og minni fólks
  • því hvernig sálfræðin nýtist í daglegu lífi og sem meðferðarúrræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
  • lesa í og átta sig á umfjöllun um helstu hugmyndir sem hafa mótað sálfræðina
  • tjá sig um efnið á skipulagðan hátt munnlega og skriflega
  • lesa texta um efnið, tileinka sér upplýsingar um það og meta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera meðvitaður um hve margt getur haft áhrif á líðan og hegðun einstaklingsins
  • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis á sjálfan sig og aðra
  • gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um efnið
  • geta tekið tillit til aðstæðna byggt á því sem hann hefur tileinkað sér í áfanganum
  Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Kaflapróf og skriflegt lokapróf.