Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427367843.71

  Þroskasálfræði
  SÁLF3ÞÞ05
  30
  sálfræði
  nám, Þroskasálfræði, þroski, þróun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um þroskaferil mannsins og sérstaklega tekinn fyrir þroski tilfinninga, félagslegra samskipta, hugsunar og greindar. Einnig er fjallað um þroskahamlanir og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur fá æfingu í að ræða um og velta fyrir sér álitamálum sem tengja má við efni áfangans. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina eru skoðuð og komið er inn á vandamál barna og unglinga, s.s. geðræn, tilfinningaleg og náms- eða hegðunarvandamál.
  SÁLF2IN05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögulegum bakgrunni þroskasálfræðinnar og hugmyndum um bernsku
  • viðfangsefnum og helstu álitamálum þroskasálfræðinnar
  • helstu kenningarsmiðum á sviði þroskasálfræðinnar
  • helstu hugtökum innan þroskasálfræðinnar
  • framlagi þroskasálfræðinnar innan sálfræðinnar og til samfélagsins
  • þroskaferli mannsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta hugmyndir og viðfangsefni þroskasálfræðinnar
  • tjá sig um sálfræðilegt efni í ræðu og riti
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
  • nýta fræðilegan texta um efnið á íslensku og erlendu tungumáli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera meðvitaður um mótunaráhrif uppeldis
  • geta tekið ákvarðanir á upplýstan og meðvitaðan hátt í samskiptum við aðra
  • tjá sig í ræðu og riti við mismunandi aðstæður
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
  Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Stutt próf á önninni og skriflegt lokapróf.