Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427370112.92

  Alþjóðastjórnmál
  STJÓ3AS05
  4
  stjórnmálafræði
  Alþjóðastjórnmál, þróunarlönd
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum verður sjónum beint að alþjóðastjórnmálum. Áhersla er á Miðausturlönd og þriðja heiminn.
  STJÓ2IS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppruna og þróun lýðræðis
  • stjórnmálum og átökum í Miðausturlöndum
  • stjórnmálum og átökum í þróunarlöndunum
  • helstu alþjóðlegu stofnununum sem Ísland er aðili að
  • stjórnkerfum Norðurlanda, Bretlands og Bandaríkjanna
  • áhrifum þróunarsamvinnu á þróunarlönd
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • bera saman ólík stjórnkerfi
  • bera saman mismunandi alþjóðastofnanir
  • vinna með heimildir í APA-kerfinu
  • miðla fræðilegum texta um efnið á skipulegan hátt
  • rökstyðja skoðanir sínar á samfélagslegum málefnum
  • leggja sjálfstætt mat á stefnur og átakaefni í stjórnmálum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera saman ólík þróunarlönd og skoða stöðu þeirra í samanburði við þróuð lönd
  • fjalla á upplýstan hátt um málefni Miðausturlanda
  • setja sig í spor fólks á framandi slóðum
  • greina og vinna með upplýsingar á fræðilegan gagnrýninn hátt
  • afla upplýsinga, greina þær og miðla með skipulögðum hætti í ræðu og riti
  • afla sér upplýsinga um stjórnmál, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
  Skrifleg verkefni, framsögur, umræður og kynningar á verkefnum.