Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427798643.07

    Stærðfræði - Vigrar og hornaföll
    STÆR2VH05(SB)
    69
    stærðfræði
    hornföll, vigrar o.fl.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SB
    Viðfangsefni áfangans eru t.d. vigrar: samlagning, frádráttur og margfeldi. Unnið með hornaföll, einingahringinn, hornafallareglur og lausn hornafallajafna. Keilusnið eru tekin fyrir: hringur, sporbaugur og breiðbogi. Mismunandi framsetning á jöfnu beinnar línu og einnig er unnið með almenna jöfnu línu og stikun línu
    STÆR2AH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vigrum í sléttum fleti og helstu eiginleikum þeirra
    • reiknireglum sem gilda um vigra
    • hornaföllum og reglum um notkun þeirra í þríhyrningum og lausn í hornafallajafna
    • keilusniðum, s.s. hring, sporbaug og breiðboga
    • stikun og almennri jöfnu línu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu reiknireglum vigurreiknings, s.s. að finna hnit vigra, lengd þeirra, innfeldi tveggja vigra og horn milli vigra
    • nota hornaföll til að finna hliðarlengdir, horn og flatarmál þríhyrninga
    • einfalda og umrita stæður sem innihalda hornaföll og leysa hornafallajöfnur
    • finna miðju og radíus hrings út frá jöfnu hans og öfugt, og vinna á samsvarandi hátt með jöfnur, sporbauga og breiðboga
    • finna stikun og almenna jöfnu línu milli tveggja punkta og breyta almennri jöfnu yfir í stikun og öfugt
    • finna stikun hrings
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja margskonar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
    • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
    • skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
    • átta sig á tengslum aðferða við framsetningu
    • beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    Byggist á fjölbreyttu námsmati, m.a. heimaverkefnum, hópverkefnum, smærri verkefnum, prófum og virkni í tímum