Markmið áfangans er annarsvegar að nemandinn skilji samspil nýsköpunar og hagnýtingu þekkingar og hinsvegar geti nýtt sér aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunarmenntar. Nemendur skoða hvernig tækninýjungar, vísindauppgötvanir og niðurstöður rannsókna ýmissa fræðigreina hafa haft áhrif á tækni, atvinnulíf og samfélag innanlands, innan heimsálfunnar og hnattrænt. Jafnframt velta þeir fyrir sér framtíðinni. Þeir læra að vinna með eigin hugarsmíð, skipulega eftir verkferli nýsköpunar með því að leita að þörfum í umhverfinu, finna lausn og hanna afurð einir og með öðrum. Siðferðileg ábyrgð sköpunar og hagnýtingu þekkingar er skoðuð í tengslum við hugverkarétt, einkaleyfi, heimildir og mismunandi miðlunarform s.s. á netinu.
Viðfangsefnin tengjast ýmsum fræðigreinum auk reynslu og áhuga nemenda. Áhersla er lögð á virka þátttöku, að nemendur vinni sjálfstætt í samvinnu við aðra, geti miðlað niðurstöðum, útskýrt og rökstutt.
10 fein. samtals í fjármálalæsi, félagsvísindum og/eða náttúruvísindum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áhrifum vísinda og tækni á atvinnulíf og samfélag í þátíð, nútíð og framtíð
hugtakinu nýsköpun
hugmyndafræði frumkvöðuls
frumkvæði og sjálfstæði við þróun hugmynda
aðferðafræði og vinnuaðferðum nýsköpunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera grein fyrir hvernig niðurstöður rannsókna hafa og geta haft áhrif á tækni, atvinnulíf og/eða samfélag
greina hugmyndir sem falla undir nýsköpun
vinna með eigin hugmyndir og verkferli við að hrinda þeim í framkvæmd
velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdar
miðla niðurstöðum, útskýra og rökstyðja gildi þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir samspili vísinda, tækni og þróunar í samfélagi manna
meta gildi þess að upplýsingum um vísindi, tækni og þróun sé miðlað á skýran hátt
koma auga á þarfir og vandamál í umhverfinu
bera siðferðilega ábyrgð á sköpun og hagnýtingu þekkingar sinnar
geta komið hugmynd sinni á framfæri með skissum, líkönum eða með öðrum aðferðum
geta þróað eigin hugarsmíð með ýmsum aðferðum og leyst þau vandamál sem koma upp í ferlinu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.