Í áfanganum kynna nemendur sér skynjun mannsins í tengslum við listir, túlkun hans á skynhrifum og möguleikum hans á þeim grunni til tjáningar í listum og hönnun. Hinar ýmsu list- og miðlunargreinar eru skoðaðar með sérstöku tilliti til skynjunar, túlkunar og tjáningar. Námið byggist að mestu leyti á sjáfstæðri rannsóknarvinnu í hópum og kynningum á henni. Umræður skipa stóran sess í áfanganum.
LIME1LI05 (LIM1A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
formrænum og fagurfræðilegum þáttum ólíkra list- og hönnunargreina.
greiningu verka með tilliti til skynjunar, túlkunar, tjáningar og merkingar.
möguleikum manna til að tjá sig í listum og hönnun.
listum og menningu með samanburði, flokkun og umræðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita sér upplýsinga um listir og hönnun með lestri bóka og notkun upplýsingaveitna.
greina á milli ólíka stíla, efnistaka og innihalds mismunandi list- og hönnunargreina út frá skynjun, túlkun og tjáningu.
vinna með öðrum nemendum að greiningu verka.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
efla eigin víðsýni, sköpunarmátt og sjálfsöryggi. Námsmat: verkefnamat og frammistöðumat.
beita greiningartækni til að skilnings á listum og hönnun með tilliti til skynjunar, túlkunar og tjáningar. Námsmat: verkefnamat og leiðsagnarmat.
miðla þekkingu sinni og skoðunum á list- og hönnun á sjálfstæðan, fjölbreytilegan og skapandi hátt. Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat og símat.
Verkefnavinna, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).