Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427815049.67

    Kvikmyndagerð 1
    KVMG2FK05
    7
    kvikmyndagerð
    frá hugmynd til framleiðslu kvikmyndar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum kvikmyndagerðar til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningu fyrir umheiminum. Þeir læra aðferðir við framleiðslu stuttmyndar: hugmyndavinnu, undirbúning kvikmyndatöku, notkun upptökuvéla og klippiforrita, klippingu, titlagerð og einfalda litgreiningu við lokafrágang til sýningar.
    Engar forkröfur
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig mismunandi sjónarhorn og myndstærð hefur áhrif á frásögnina.
    • hvernig mismunandi notkun hljóðs hefur áhrif á frásögnina.
    • mætti myndmáls í frásögn.
    • hvernig mismunandi klipping hefur áhrif á heildarútkomu.
    • hvernig mismunandi gerð titla hefur áhrif á stíl og heild.
    • hvernig litur og lýsing hefur áhrif á frásögn.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja með tímaáætlun alla þætti í gerð kvikmyndar.
    • beita kvikmyndatökuvél miðað við aðstæður.
    • klippa saman myndskeið í klippiforriti.
    • tengja hljóð og mynd.
    • litgreina í klippiforriti.
    • búa til titla í klippiforriti.
    • greina á milli ólíkra stærða og upplausna á kvikmynd með tilliti til sýningarstaðar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér kvikmyndaformið sem miðil til persónulegrar tjáningar. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • taka upp myndskeið svo frásögnin komist skýrt til skila. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • setja saman heildarfrásögn með samsetningu ólíkra myndskeiða. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • tengja saman hljóð og myndmál svo úr verði heild. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • stilla grátónadýpt, birtu, andstæður og litblæ kvikmyndar til samræmis við frásagnarmáta og stíl. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • koma kvikmynd á framfæri á vef. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    Verkefnavinna, jafningjamat, frammistöðumat, sjálfsmat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).