Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427816071.42

  Miðlunarfræði
  MIFR3MF05
  1
  Miðlunarfræði
  Menningarlegt og fræðilegt samhengi miðlunar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum rannsaka nemendur menningarlegt og fræðilegt samhengi miðlunar. Um er að ræða fræðilega rannsóknarvinnu undir stjórn kennara og sjálfstæða verkefnavinnu nemenda. Til umfjöllunar er skapandi miðlun út frá fjölbreyttum sjónarhornum fræðigreina. Í tengslum við fræðilega yfirferð vinna nemendur heimildaritgerð. Nemendur fá þjálfun í að meta og greina forsendur og aðferðir í hugtakagreiningu. Fjallað er um uppsetningu og frágang fræðilegs texta til birtingar. Farið er í heimsóknir á vinnustaði þar sem unnið er að listum og skapandi miðlun. Nemendur kynna lokverkefni sín í lok annar og álitamál eru rædd. Niðurstöður vinnunnar eru settar fram á vef á sjónrænan hátt. Lögð er áhersla á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð.
  LIST1FG05, LIME1LI05, LIME1ML05, LIME2ME05, FJÖL2KY05 (LIS1A05, LIM1A05, LIM2A05, LIM2B05, FJÖ2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugmyndafræðilegum forsendum miðlunar í samtímanum.
  • þeim áhrifum sem tæknibreytingar hafa haft á möguleika manna til að tjá sig almennt í samfélaginu.
  • aðferðum og vinnubrögðum við hugtakagreiningu.
  • kenningum og aðferðum fræðigreina til notkunar við afmörkun viðfangsefna.
  • helstu forsendur gagnrýnnar hugsunar í tengslum við miðlun, túlkun og tjáningu.
  • ólíkum aðferðum og efnistökum fræðigreina með áherslu á miðlun, tjáningu og túlkun.
  • kostum og göllum ólíkra miðlunaraðferða.
  • lögum og reglum er varða miðlun.
  • mikilvægi þess að taka tillit til höfundaréttar og sæmdarréttar í fræðilegri miðlun.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera fræðilega grein fyrir hugmyndum sínum og aðferðum við úrvinnslu.
  • skipuleggja og fylgja verkferli í rannsóknum á miðlun með ábyrgum hætti.
  • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um forsendur miðlunar.
  • greina og afmarka viðfangsefni með tilliti til skapandi miðlunar.
  • fræðilegum vinnubrögðum við vinnslu og framsetningu efnis.
  • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkferli og niðurstöður.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna fræðilega og á sjálfstæðan hátt að viðfangsefnum sínum til miðlunar. Námsmat: sjálfsmat, jafningjamat, verkefnamat og frammistöðumat.
  • skiptast á skoðunum við aðra um hugmyndir sínar og verkefni. Námsmat: sjálfsmat, jafningjamat og símat.
  • útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli og myndrænt. Námsmat: frammistöðumat og jafningjamat.
  • ræða og ígrunda siðferðisleg álitamál sem tengjast miðlun. Námsmat: jafningjamat, sjálfsmat og símat.
  • fjalla um fjölmiðla og áhrif þeirra á í samfélaginu á gagnrýninn hátt. Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat og símat.
  • rökstyðja forsendur verka sinna með vísan í kenningar ólíkra fræðisviða. Námsmat: verkefnamat, sjálfsmat, jafningjamat og símat.
  • setja fram formlegan og fræðilegan rökstuðning með vísan í heimildir. Námsmat: verkefnamat.
  • greina og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi. Námsmat: jafningjamat, frammistöðumat og símati.
  Verkefnamat, frammistöðumat, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).