Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427882811.67

    Uppeldis- og menntunarfræði
    UPPE2AL05
    13
    uppeldisfræði
    almenn uppeldisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem hagnýta fræðigrein. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar í samfélaginu. Farið verður í nokkur vel valin viðfangsefni greinarinnar eins og sögu hennar, hugmyndir fræðimanna og grunnkenningar um þroskaferil mannsins og eðli menntunar. Nemendur eiga auk þess að kynna sér vel starfsemi og hugmyndafræði uppeldis- og menntastofnanna hér á landi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi uppeldis og menntunar fyrir einstakling og samfélag
    • mismunandi viðhorfum og hvernig þau leiða til ólíkra hugmynda um gildi uppeldisaðferða
    • hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra viðurkenndra uppeldisfræðinga
    • helstu þáttum í starfsemi uppeldis- og menntastofnana samfélagsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mynda sér eigin skoðun um uppeldi byggða á röksemdum úr uppeldis-og menntunarfræði
    • afla sér heimilda um viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræðinnar
    • setja sig í spor fólks á mismunandi aldursskeiðum
    • greina áhrif utanaðkomandi þátta á uppeldi og menntun
    • fylgja viðurkenndu verklagi félagsvísinda við verkefnavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina fjölbreytta mótunarþætti í uppeldi og menntun
    • greina og móta eigin hugmyndir um uppeldi og menntun byggðar á fræðilegum rökum
    • beita aðferðum félagsvísinda við viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræðinnar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.