Í áfanganum rýna nemendur í kvikmyndir, skoða mismunandi sviðsetningu og aðferðir við að koma hugmynd, sögu og upplýsingum til skila í kvikmynd. Nemendur sviðsetja stutt atriði úr þekktum myndum og senur úr eigin handriti og gera tilraunir í kvikmyndatöku, lýsingu og leikstíl. Unnið er með eina tökuvél og í upptökuveri með þremur til fjórum vélum og klippt á milli eins og í beinni útsendingu sé. Samvinna er við leiklistarnema þar sem áhersla er lögð á mismunandi leiktúlkun og myndræna framsetningu. Einnig er samvinna við nemendur í grafískri hönnun þar sem gerðar eru tilraunir með grafík og titla senur og skoðað hvernig áhrif sögu breytast við mismunandi litatóna. Áfanginn byggir á grunni sem nemendur hafa aflað sér í lita- og formfræði, kvikmyndun, leiklist, heimildamyndagerð, handritsskrifum, kvikmyndasögu og kvikmyndun á vettvangi. Lögð er áhersla rýni, tilraunir og samvinnu.