Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427883678.22

    Verkstæði 1 Rýni og tilraunir
    KVMG3RT05
    3
    kvikmyndagerð
    Rýni og tilraunir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum rýna nemendur í kvikmyndir, skoða mismunandi sviðsetningu og aðferðir við að koma hugmynd, sögu og upplýsingum til skila í kvikmynd. Nemendur sviðsetja stutt atriði úr þekktum myndum og senur úr eigin handriti og gera tilraunir í kvikmyndatöku, lýsingu og leikstíl. Unnið er með eina tökuvél og í upptökuveri með þremur til fjórum vélum og klippt á milli eins og í beinni útsendingu sé. Samvinna er við leiklistarnema þar sem áhersla er lögð á mismunandi leiktúlkun og myndræna framsetningu. Einnig er samvinna við nemendur í grafískri hönnun þar sem gerðar eru tilraunir með grafík og titla senur og skoðað hvernig áhrif sögu breytast við mismunandi litatóna. Áfanginn byggir á grunni sem nemendur hafa aflað sér í lita- og formfræði, kvikmyndun, leiklist, heimildamyndagerð, handritsskrifum, kvikmyndasögu og kvikmyndun á vettvangi. Lögð er áhersla rýni, tilraunir og samvinnu.
    KVMG2FK05, KVMG2HE05,LIST1FG05, KVIS2LI05, KVMG3ÚV05, KVMG2FJ05, GRHÖ1GH05 (KVI2A05, KVI2B05, LIS1A05, SGK2A05, UTS3A05, STU2A05, GRA2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum áhrifum mismunandi sviðsetningar í kvikmyndum.
    • ólíkum áhrifum mismunandi kvikmyndatökustíls.
    • ólíkum áhrifum mismunandi lýsingar í kvikmyndum.
    • ólíkum áhrifum mismunandi klippingar í kvikmyndum.
    • tæknilegum þáttum fjölkameruupptöku.
    • samvinnu leikara og leikstjóra.
    • mikilvægi titilunar í kvikmyndagerð.
    • ólíkum áhrifum litatóna, lýsingar og áferðar í kvikmyndum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sviðsetja senu fyrir kvikmynd svo að frásögnin komist til skila.
    • sviðsetja senur fyrir fjórar upptökuvélar.
    • sviðsetja senur fyrir eina upptökuvél.
    • lýsa senu fyrir eina eða fleiri tökuvélar.
    • vinna með leikurum.
    • setja saman myndskeið úr fjórum upptökuvélum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sviðsetja senu í kvikmynd svo tilætluð áhrif náist. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    • beita kvikmyndatökuvél svo tilætluð áhrif skili sér. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    • ná fram viðeigandi stemmningu með lýsingu. Námsmat: leiðsagnar-og frammistöðumat.
    • skipuleggja og nota fjölkameruupptöku. Námsmat: leiðsagnar-og frammistöðumat.
    • leikstýra og vinna með leikurum. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    • fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt. Námsmat: sjálfsmat, skýrsluskil og kynningar.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.