Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427889888.55

  Kenningar og leiklistastefnur
  LEIK3LL05
  6
  leiklist
  Leiklistarstefnur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn gefur nemendum innsýn í ýmsar leiklistarstefnur og sjónarhorn fræðimanna sem mótað hafa þróun leiklistar í gegnum tíðina. Farið verður yfir verk helstu kennismiða, ritgerðir skrifaðar og verklegar æfingar unnar í tengslum við hvern um sig . Áfanginn er kenndur í lotum þar sem leikverk verða lesin með tilliti til stefnu og strauma. Nemendur setja á svið stutt atriði úr þekktum verkum með tilliti til kenninga t.d. Stanislavski, Grotowski, Brecht og Boal og skrásetja verkferli í tengslum við hvert atriði.
  LEIK2GR05, LEIK2LB05, LEIK2ST05, LEIK2SL05 (LEI1A05, LEI2A05, LEI2B05, SGL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu straumum og stefnum kennimanna leikhússins.
  • líkamsbeitingu og leikstíl sem tengist hverri stefnu fyrir sig.
  • mismunandi aðferðum sviðsetningar og leikgerða.
  • helstu kenningum leikhússins og áhrif þeirra á íslenskt nútímaleikhús.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita helstu aðferðum kennismiða leikhússins.
  • leika eftir helstu aðferðum þekktra leiklistarstefna.
  • sviðsetja og greina atriði til samræmis við kenningar.
  • bera saman samtíma leiksýningar við fræðikenningar leikhússins.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta strauma og stefnur kennimanna. leikhússins til lausna við sviðsetningu að leikgerð. Námsmat: leiðsagnarmat.
  • leika með mismunandi stílbrögðum. Námsmat: leiðsagnarmat og jafningjamat.
  • greina leiktexta útfrá kenningum fræðimanna leikhússins. Námsmat: verkefnamat og frammistöðumat.
  • vinna með mismunandi kenningar við sviðsetningu eða textagreiningu. Námsmat: leiðsagnarmat og verkefnamat.
  Verkefnavinna, leiðsagnarmat, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).