Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427890030.11

  Sviðsetning og umgjörð
  LEIK3UL05
  7
  leiklist
  Uppsetning á leiksýningu
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn gefur nemendum innsýn í uppsetningu heillar leiksýningar. Unnið er með alla listræna og tæknilega þætti sýningar, svo sem leikmynd, búninga, leikgervi, förðun, val á leikriti eða leikgerð (dramatúrgíu), hljóðmynd, margmiðlunartækni fyrir leikhús og samspil tækniþátta. Lögð er áhersla á að efla samvinnuhæfni nemenda. Nemendum er kennt að nota uppbyggilega gagnrýni og gagnrýna afmarkaða þætti uppsetningar, vinnuframlag sitt og annarra. Nemendur öðlast heildarsýn á vinnuferli við uppsetningu leikverks og setja sig um leið í spor áhorfenda.
  LEIK2GR05, LEIK2LB05, LEIK2ST05, LEIK3KV05, LEIK2SL05, HLJS2HM05 (LEI1A05, LEI2A05, LEI2B05, LEI3A05, SGL2A05, HLL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim skapandi greinum sem mætast í leikhúsinu.
  • tækni leikhússins.
  • vinnubrögðum við sviðsetningu á leikverki.
  • gildi samvinnu við uppsetningu leikrits.
  • uppbyggilegri gagnrýni.
  • uppbyggingu handrits og leikgerða (dramatúrgíu).
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna í hópi að leiksýningu.
  • sviðsetja leikverk.
  • vinna leikgerð (dramatúrgíu), handrit að sýningu.
  • hanna leikmynd, leikgervi, búninga og förðun.
  • vinna í hópi að uppsetningu leikverks.
  • færa rök fyrir skoðunum sínum og virða skoðanir annarra.
  • nýta tækni leikhússins.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útbúa handrit að leiksýningu. Námsmat: verkefnamat og jafningjamat.
  • skipuleggja og sviðsetja leiksýningu með tilliti til heildrænnar listrænnar stjórnunar. Námsmat: frammistöðumat (sýning)
  • vinna við tæknistjórnun í leiksýningu. Námsmat: leiðsagnarmat og frammistöðumat.
  • greina leiksýningu á uppbyggilegan hátt. Námsmat: frammistöðumat.
  Verkefnavinna, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).