Áfanginn gefur nemendum innsýn í uppsetningu heillar leiksýningar. Unnið er með alla listræna og tæknilega þætti sýningar, svo sem leikmynd, búninga, leikgervi, förðun, val á leikriti eða leikgerð (dramatúrgíu), hljóðmynd, margmiðlunartækni fyrir leikhús og samspil tækniþátta. Lögð er áhersla á að efla samvinnuhæfni nemenda. Nemendum er kennt að nota uppbyggilega gagnrýni og gagnrýna afmarkaða þætti uppsetningar, vinnuframlag sitt og annarra. Nemendur öðlast heildarsýn á vinnuferli við uppsetningu leikverks og setja sig um leið í spor áhorfenda.