Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428098568.26

    Listir og samfélag
    LIME2LS05
    9
    listir og menning
    Listir, maður og samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að rannsaka menningarumhverfi samtímans í félagslegu og menningarsögulegu samhengi. Fjallað er um merkingarfræði og hvernig samfélagið birtist í hinum myndvædda heimi allt frá fyrstu hellaristum til sýndarveruleika í netheimum nútímans. Nemendur eru virkjaðir til túlkunar og skilnings á táknmáli myndmiðla, myndrænni framsetningu og leyndum skilaboðum í myndum og kvikmyndum. Nemendur skoða hvað býr að baki kynjahlutverkum, hvernig ímyndir eru búnar til og hvers konar stöðlun á sér stað í nútíma samfélagi.
    LIME2MM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • félagslegu gildi og áhrifamætti myndmiðla
    • tilgangi og notkun myndmiðla
    • táknmáli og duldum skilaboðum myndmiðla
    • birtingu kynjahlutverka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilgreina helstu táknmyndir
    • skoða félagslega þætti myndmiðla
    • lesa dulin skilaboð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina nútíma myndmiðlun í félagslegu og menningarsögulegu samhengi
    • skilja mikilvægi myndmiðla í samfélaginu á hverjum tíma
    • vera sjálfstæð í mati sínu á táknum og myndskilaboðum og hvernig hægt er að nýta sér þau í eigin sköpun
    • greina kynjahlutverk og ímyndir
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.