Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428338102.26

    Lokaverkefni
    LOKA3VE03
    13
    lokaverkefni
    sjálfstætt verkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í áfanganum vinna nemendur á síðasta námsári lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á tilteknu námssviði/sérgrein þeirra. Gert er ráð fyrir að nemendur velji efni tengt sinni námsbraut þótt mögulegt sé að víkja frá þeirri reglu. Nemendur fá kennslu í helstu rannsóknaraðferðum námssviðsins og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang slíkra rannsókna. Ætlast er til að nemandinn spyrji gagnrýninna og rannsakandi spurninga í rannsókn sinni, tengi saman fjölbreytta þekkingu, leikni og hæfni sem hann hefur öðlast og nýti við skipulag og úrvinnslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði og skapandi vinnubrögð. Lokaverkefnið felur jafnframt í sér að nemandinn kynni afurðina á skýran og skapandi hátt og þjálfist í að útskýra og rökstyðja rannsóknarferlið og niðurstöður. Verkefnið þjálfar þannig nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum, að standa fyrir máli sínu og taka ábyrgð á eigin námi. Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi. Nemendur geta óskað eftir að gera stærra lokaverkefni til fleiri eininga.
    Nemandi skal hafa lokið 150 einingum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum, hugtökum og kenningum síns fræðisviðs
    • mikilvægi gildra rannsóknargagna og heimilda
    • ólíkum rannsóknaraðferðum
    • raunhæfri markmiðasetningu og afmörkun viðfangsefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja verkefni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun
    • lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • vinna úr heimildum samkvæmt viðurkenndum reglum um meðferð þeirra
    • beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnis
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa hugmyndir og sýna sjálfstæði, áræðni og innsæi við útfærslu þeirra og túlkun
    • greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annara af þekkingu, víðsýni og virðingu
    • nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
    • breyta hugmynd í afurð
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.