Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428354266.98

    Ályktunartölfræði
    STÆR3TF05
    55
    stærðfræði
    ályktunartölfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Líkindareikningur: Helstu líkindadreifingar og útreikningar tengdir þeim. Tölfræði: Fylgnihugtakið, ályktunartölfræði, grunnatriði úrtaksfræði. Megin markgildissetning tölfræðinnar. Tilgátur og prófanir. Framsetning gagna með sérhæfðum tölfræðiforritum og töflureiknum. Nemendur velja sér rannsóknarefni sem þeir skoða í grunninn. Þeir nýta sér alla lærdómsþætti áfangans til að gera rannsóknarefni sínu skil.
    A.m.k. 10 einingar í stærðfræði á 2. þrepi, þ.a. STÆR2LÆ05 (Fjármálalæsi og tölfræði).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu líkindadreifingum
    • fylgnihugtakinu
    • ályktunartölfræði
    • öryggisbilum
    • framsetningu tilgáta og prófana á þeim
    • öflun tölfræðilegra upplýsinga
    • notkun framangreindrar stærðfræði við að svara hagnýtum spurningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta einfalda líkindadreifingu við útreikning líkinda
    • reikna fylgni á milli tveggja breyta
    • túlka fylgnistuðla
    • nota hugtökin öryggisbil, öryggismörk og öryggisstig
    • setja fram tilgátur og prófa þær
    • framkvæma Z-próf og t-próf
    • nýta tölfræðileg forrit við vinnslu og framsetningu tölfræðilegra gagna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum um ályktunartölfræði og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu verkefna er tengjast ályktunartölfræði
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka sem notuð eru í ályktunartölfræði
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr ályktunartölfræðilegum þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.