Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428419879.35

    Danska
    DANS2OR05
    38
    danska
    orðaforði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í flóknari texta en áður með meiri orðaforða og nái jafnframt færni í að skilja talað og ritað mál almenns eðlis. Unnið verður með orðaforða sem tengist daglegu lífi. Fjallað er um danska menningu og horft á kvikmyndir sem nemendur vinna með. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða sem síðan nýtist nemendum í að geta tjáð sig munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu málfræðireglum varðandi sagnir, lýsingarorð, fornöfn, forsetningar og orðaröð. Nemendur fá þjálfun í að nota netið sem hjálparmiðil. Nemendur kynnast dönskum bókmenntum og hvernig þær endurspegla danskt samfélag. Í því augnamiði eru lesnar skáldsögur og smásögur auk textabókar og kvikmynda. Rík áhersla er lögð á að vekja nemendur til umhugsunar um eigin ábyrgð á námsframvindu og auka skilning þeirra á ýmsum aðferðum til að tileinka sér tungumál. Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna og lögð er áhersla á skapandi þátt námsins. Danska er töluð eins og kostur er í áfanganum.
    DAN1A05 eða einkunnin A úr grunnskóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mállandinu Danmörku og þeim siðum, menningu og hefðum sem þar ríkja.
    • textum almenns eðlis sem og sérhæfðum textum.
    • dönskum kvikmyndum, bókmenntum og margvíslegum textum.
    • töluðu máli og geti skilið sér til gagns almennar samræður, erindi og fjölmiðla.
    • hernig hægt er að tjá tilfinningar sínar munnlega og skriflega og geta jafnframt gert grein fyrir óskum sínum og þörfum ásamt því að miðla þekkingu og upplýsingum til annarra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ýmiskonar texta (bækur, blaðagreinar, smásögur) og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð textans eða viðfangsefnis.
    • túlka mismunandi bókmenntatexta.
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta.
    • rita margskonar texta formlega og óformlega og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.
    • nota fjölbreyttan orðaforða inn í texta.
    • skilja sér til gagns talað mál við mismunandi aðstæður, m.a. samræður, fjölmiðlaefni, inntak erinda og annað efni sem nemandinn hefur kynnt sér.
    • skilja algeng orðasambönd sem einkenna tungumálið.
    • tjá sig um málefni sem hann hefur kynnt sér.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa blaðagreinar með fjölbreyttum orðaforða sem og ýmiss konar bókmenntatexta sem metið er með hlutaprófum, ritgerðum og hóp- og einstaklingsverkefnum.
    • ná aðalatriðum í samræðum manna í milli, erindum og kvikmyndum sér til gagns og draga sínar ályktanir sem metið er með ýmiskonar ritgerðum, hóp- og einstaklingsverkefnum.
    • tjá skoðanir sínar á skiljanlegan hátt með nokkuð góðum orðaforða og svarað spurningum varðandi það málefni sem um er að ræða. Þetta er metið með munnlegum prófum.
    • halda stutt erindi sem metið er með jafningja- og kennaramati.
    • skrifa upplýsandi og sæmilega blæbrigðaríkan texta sem metið er með ritgerðum.
    • beita málfræðireglum sómasamlega í ræðu og riti sem metið er í fyrirlestrum, ritgerðum og öðrum verkefnum.
    • skilja danska menningu og innviði samfélagsins og sjá hvernig bókmenntir og kvikmyndir endurspegla þessa þætti sem metið er með hóp- og einstaklingsverkefnum, ritgerðum og kynningum nemenda á efni skáldsagna.
    Hlustun: Hlustunarpróf eru notuð til að meta færni nemandans til að skilja talað mál. Hvort nemandi skilji fyrirlestra og kvikmyndir er metið með hóp- og einstaklingsverkefnum ásamt styttri ritgerðum. Munnlegt: Með fyrirlestrum og munnlegum einstaklingsprófum er færni nemandans til að tjá sig munnlega metin. Málfræðikunnátta og orðaforði eru líka metin. Skriflegt: Í ritgerðum, hóp- og einstaklingsverkefnum er skrifleg færni nemandans metin. Þarna er líka metin þekking nemandans á málfræði og orðaforða. Lestur: Bókmenntir, textabækur og blaðagreinar eru lesnar og þar er kafað í dýpri merkingu innihaldsins ásamt því að velta fyrir sér danskri menningu. Þetta er metið með ritgerðum, fyrirlestrum, hlutaprófum, hóp- og einstaklingsverkefnum. Lokapróf er í öllum undangengnum þáttum.