Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428421174.68

    Danska
    DANS2SA05
    46
    danska
    Skapandi samskipti
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur verði vel læsir á flókna texta og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur séu færir um að tjá hugsun sína skýrt og geti rökstutt skoðanir sínar lipurlega með umorðun og útskýringum ef orðaforða þrýtur. Lesnar eru tvær skáldsögur og fjölmargar smásögur auk textabókar og hlustunarefnis. Nemendur vinna enn- fremur stórt nýsköpunarverkefni. Í því verkefni munu nemendur selja Dönum þá hugmynd að Ísland sé frábært land að ferðast til og mun áherslan vera á heilsutengda ferðamennsku. Lögð verður áhersla á að nemandinn geri metnaðarfullt verkefni eins og hann vill sjálfur hafa það, og að kennari þjóni hlutverki leiðbeinanda. Lögð er áhersla á sköpun nemandans. Stefnt er að því að hópurinn ferðist saman til Danmerkur og hitti þar danska nemendur. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
    DANS2OR05 (DAN2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Danmörku, menningu, siðum, landafræði og hefðum sem þar ríkja.
    • danskri málfræði og setningafræði.
    • fjölbreyttum bókmenntatextum.
    • töluðu máli og geti tjáð sig um almennt efni og haft gagn af kynningu á margskonar efni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ýmiskonar texta, s.s. bækur, smásögur, blaðagreinar.
    • nota ýmist hraðlestur eða ítarlestur við yfirferð á texta.
    • skrifa samfelldan texta með fjölbreyttum orðaforða og rökstyðja mál sitt.
    • fjalla um landið sitt Ísland, bæði skriflega og munnlega og noti fjölbreyttan orðaforða.
    • spjalla við Dani um daginn og veginn jafnframt því að vera fær um að flytja mál sitt á formlegri hátt, t.d. í fyrirlestri.
    • hugsa sjálfstætt og á skapandi hátt við úrlausn verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga góð samskipti við hóp Dana, skilja hugsunarhátt þeirra og þarfir eins vel og kostur er og liðsinna þeim er þeir heimsækja Ísland. Hvernig þessi þáttur er leystur af hendi er metið í stóra ferðaverkefninu.
    • notfæra sér upplýsingatæknina til að ná í fróðleik um ýmiss konar efni. Þetta verður metið í lesskilningsverkefnum.
    • skilja talað mál og fylgjast með fjölmiðlum og kvikmyndum sem metið er með ýmiss konar hlustunarverkefnum.
    • segja frá reynslu sinni og annarra bæði í einstaklingssamtölum og fyrirlestrum sem metið er með munnlegum prófum.
    • taka þátt í almennum samræðum og beita kurteisis- og málvenjum á sem réttastan hátt. Þetta er metið með munnlegum prófum og skriflegum verkefnum.
    • skrifa vandaðan, áhugaverðan og villulítinn texta sem metið er með skriflegum ritgerðum og verkefnum.
    Jafningjamat og kennaramat. Lesskilnings- og hlustunarverkefni. Munnleg próf. Nemendur vinna nýsköpunarverkefni í litlum hópum undir leiðsögn kennara. Nemendur vinna sjálfstætt en fá munnlega og skriflega endurgjöf frá kennara reglulega.