Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428422378.97

    Enska 1
    ENSK2AA05
    70
    enska
    akademískur orðaforði, fjölbreyttir textar, fyrsti áfangi í ensku.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur lesa lengri texta úr samtímanum,bæði rauntexta og skáldaða. Nemendur lesa skáldsögu í fullri lengd og hljóta þeir þjálfun í að lesa milli lína og túlka texta. Hljóðbækur eru notaðar til aðstoðar ef um leshömlun er að ræða. Ritun: Nemendur vinna styttri ritunarverkefni, reglur ferlisritunar eru kenndar og nemendur læra að yfirfara ritunarverkefni með notkun málfræðilykils. Einnig er farið í grunn rökfærsluritgerða. Nemendur skrifa reglulega dagbók um framgang sinn í náminu. Nemendur skrifa rökfærsluritgerð um skáldsögu. Tjáning: Áhersla er lögð á að nemendur noti einungis ensku í tímum. Þeir halda fyrirlestra og þá yfirleitt í pörum eða hópum. Hlustun: Hlustað er á ýmiss konar efni á ensku, t.d. sögur og lög. Nemendur horfa á heimildamyndir með það fyrir augum að hlusta vel og leysa svo verkefni sem tengjast hlustunaræfingunum. Málfræði og stafsetning: Farið er yfir grunnatriði enskrar málfræði, s.s. tíðir sagna, skilyrðissetningar, lýsingarorð og atviksorð. Málfræði er tengd hagnýtum þáttum og unnið með hana í tengslum við ofangreind atriði, þ.e. lestur, ritun og tjáningu.
    Að nemandi hafi lokið námi í ensku á fyrsta þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu málfræðiatriðum og orðflokkum.
    • nýjum grunnorðaforða.
    • helstu málfræðiatriðum og geta notað þau á réttan hátt í mæltu og rituðu máli.
    • stuttum textum.
    • ritun stuttra texta.
    • grunntjáningu á ensku.
    • hlustun á ensku.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja einfalda texta, svo sem blaðagreinar, bæklinga, stuttar skáldsögur með það að markmiði að auka á orðaforða sinn og afla upplýsinga.
    • undirbúa og flytja stuttar kynningar um valið efni.
    • nota mismunandi aðferðir til að læra helstu málfræðiatriði, svo sem lestur og glósur.
    • skrifa stutta texta um kunnugleg málefni.
    • hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa og skilja almenna, einfalda texta og geta sagt frá þeim í aðalatriðum sem meta má með munnlegum og skriflegum verkefnum.
    • tala og skrifa á viðeigandi hátt um kunnuglegt efni eftir mismunandi aðstæðum sem meta má með skriflegum og munnlegum verkefnum.
    • gera greinarmun á mismunandi málnotkun eftir aðstæðum og geta fylgt eftir og tekið þátt í samræðum um kunnugleg málefni sem meta má með skriflegum og munnlegum verkefnum.
    • hlusta eftir upplýsingum og nota í umræðum um kunnugleg málefni sem meta má með skriflegum og munnlegum verkefnum.
    • nota ýmis hjálpargögn við skrift á samfelldum texta, svo sem orðabækur og leiðréttingarforrit sem meta má með skriflegum verkefnum.
    • beita mismunandi aðferðum og hjálpargögnum við ritun og geta skilið samræður í mismunandi aðstæðum sem meta má með skriflegum og munnlegum verkefnum.
    Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans, svo sem skrifleg og munnleg próf og verkefni.